Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
28. apríl 2011 11:48

Taktu skrefið - skapaðu þína eigin framtíð

Námsbrautir sem hefjast á haustmisseri 2011


Kynningarfundur þriðjudaginn 17. maí klukkan 17:15
Umsóknarfrestur til 30. maí

 

Hugræn atferlismeðferð: eins árs þverfaglegt, hagnýtt nám


Námið er skipulagt í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).
Eins árs námið er fyrst og fremst hagnýtt nám og er ætlað fyrir ýmsar háskólamenntaðar fagstéttir sem geta nýtt aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar í sínu starfi.

Megináhersla er á hagnýta þekkingu á sviði hugrænnar atferlisnálgunar. Leitast er við að gera nemendur hæfari til að nýta aðferðir hugrænnar atferlisnálgunar í starfi sínu. Áhersla er lögð á hagnýta og vísindalega nálgun, fræðslu og handleiðslu í aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar hvað varðar mat og meðferð á sálrænum og geðrænum vandkvæðum með tilvísun í meðferðarrannsóknir. Námið miðar að því að kenna góðan grunn í HAM og tekur mið af algengustu geðröskunum s.s. þunglyndi og kvíða. Hver nemandi beitir nálgun hugrænnar atferlismeðferðar í ákveðnum verkefnum, aðlagað störfum hvers nemanda. Nemandinn skilar skýrslu um hvert verkefni, alls 3 skýrslur og einu rannsóknarverkefni

Námið samsvarar 30 ECTS einingum.
Nánari upplýsingar og umsókn
 

Sérnám í hugrænni atferlismeðferð: tveggja ára nám fyrir sálfræðinga og geðlækna


Tveggja ára sérnám í hugrænni atferlismeðferð er ætlað sálfræðingum og geðlæknum í samvinnu við Félag um hugræna atferlismeðferð og Oxford Cognitive Therapy Centre (OCTC).

Áhersla er lögð á hagnýta og vísindalega nálgun, fræðslu og handleiðslu í aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar hvað varðar greiningu, mat og meðferð á sálrænum og geðrænum vandkvæðum með tilvísun í meðferðarrannsóknir.

Á fyrsta árinu er miðað að því að kenna góðan grunn í HAM og tekið er mið af algengustu geðröskunum s.s. þunglyndi og kvíða. Á seinna árinu er námið mun sérhæfðara og farið í fleiri raskanir.

Námið er 64 ECTS einingar. 

 

Fjölskyldumeðferð - Nám á meistarastigi


Námið nær yfir fjögur misseri og er skipulagt í samstarfi við Félagsráðgjafadeild HÍ, Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð og Rannsóknarstofu í barna-og fjölskylduvernd.

Námið samsvarar 90 ECTS einingum á háskólastigi og er ætlað einstaklingum sem lokið hafa háskólanámi í heilbrigðis- eða félagsvísindum og starfa á sviði fjölskylduþjónustu, fræðslu, stuðnings og meðferðar.

Markmið námsins er að koma til móts við þörfina fyrir sérhæfða þekkingu á sviði fjölskyldumeðferðar og að efla fjölskyldunálgun í félags- og heilbrigðisþjónustu. Fjölskyldumeðferð er meðferð þar sem tekið er mið af áhrifamætti fjölskylduheildarinnar og velferð hennar höfð að leiðarljósi. Nemendur öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu í fjölskyldufræðum ásamt klíniskri færni.

Námið er lánshæft hjá LÍN.
Nánari upplýsingar og umsókn


Umsagnir frá fyrrum nemendum Endurmenntunar má lesa hér

 

Hjá Endurmenntun starfar námsráðgjafi sem veitir aðstoð við námsval. Sjá nánar hér

 


 


 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
apríl 2020
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls