Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
14. september 2011 09:08

Háskólanám fyrir fólk með þroskahömlun - Sýndarmennska eða veruleiki?

Rannsóknarstofa í þroskaþjálfafræðum stendur fyrir þremur opnum hádegisfyrirlestrum á haustmisseri í samvinnu við Átak félag fólks með þroskahömlun, Fjölmennt fullorðinsfræðslu fatlaðra, Landssamtökin Þroskahjálp, Sjónarhól ráðgjafamiðstöð og Þroskaþjálfafélag Íslands. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn miðvikudaginn 14. september kl. 11.40-12.20 í stofu H-208 í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð.   

Á haustmisseri 2007 hófu 23 nemendur með þroskahömlun nám við Kennaraháskóla Íslands, nú Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Á fjórum árum hafa 39 nemendur útskrifast úr svokölluðu starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun og stunda nú 20 nemendur þetta nám við skólann. Námið er skipulagt í samræmi við yfirlýsta alþjóðlega stefnu hagsmunasamtaka fólks með þroskahömlun, mannréttindasáttmála sem og stefnu Háskóla Íslands. Námið er án aðgreiningar og sækja nemendur námskeið á Menntavísindasviði samhliða öðrum stúdentum. Evrópsk stjórnvöld, þar með talin íslensk stjórnvöld,  hafa markað sér stefnu og sett fram sameiginlega lýsingu á háskólakerfum sínum. Í erindinu  verður rætt um hvort og þá hvernig starfstengt diplómanám fyrir fólk með þroskahömlun passar inn í skipulag og uppbyggingu prófgráða í íslenskum háskólum. Sjónum er sérstaklega beint að svokölluðu fyrrihlutanámi til diplómaprófs sem er eins til tveggja ára nám á háskólastigi. Einnig verður fjallað um það hvernig námið samræmist 24. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem kveður á um rétt fatlaðs fólks til menntunar. Auk þess verður fjallað um viðhorf til námsins í háskólasamfélaginu. Byggt verður annars vegar á viðtölum við 14 háskólakennara sem hafa kennt nemendum í  diplómanámi.  Hins vegar verður fjallað um hluta af niðurstöðum úr Skýrslu um ytra mat á starfstengdu diplómunámi fyrir fólk með þroskahömlun við Menntavísindasvið Háskóla Íslands (Birna Sigurjónsdóttir og Jóhanna Kristjánsdóttir, 2009) en í henni voru  meðal annars tekin símaviðtöl við átta kennara við Háskóla Íslands sem ekki höfðu haft bein tengsl við námið. Niðurstöður benda til að viðhorf þeirra kennara sem kennt hafa diplómunemum séu mun jákvæðri í garð námsins en hinna sem ekki þekkja til námsins eða nemenda. Þá virðast viðhorf til námsins í háskólasamfélaginu töluvert hafa breyst þau fjögur ár sem liðin eru frá því að diplómunámið hófst.

 

Erindið flytja Guðrún V. Stefánsdóttir dósent og Kristín Björnsdóttir lektor á þroskaþjálfabraut Háskóla Íslands.

 

Allir velkomnir.

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
maí 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls