Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
17. nóvember 2011 13:45

,,Hver er forstöðukonan?”

Notendastýrð persónuleg aðstoð og fólk með þroskahömlun

Þriðjudagskvöldið 29. nóvember kl. 20:00-22:00 

NPA miðstöðin, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Keldnaholti, Grafarvogi

Fólk með þroskahömlun hefur árum saman vera álitið eilíf börn, ófært um að sjá um sig sjálft og hafa vit fyrir sér. Þessar rótgrónu hugmyndir hafa stuðlað að því að fólk með þroskahömlun hefur verið aðgreint og útilokað frá samfélaginu og orðið að viðfangsefni fagfólks sem oft á tíðum hefur stimplað það óhæft til að taka ákvarðanir og hafa vald yfir eigin lífi.

Þessar hugmyndir hafa svo sannarlega verið kúgandi fyrir þennan hóp fólks og haft áhrif á baráttu þess fyrir sjálfstæðu lífi. Í umræðu um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) má heyra háværar raddir í þessum anda þar sem kemur fram að fólk með þroskahömlun geti ekki haft NPA, t.d. vegna þess að það ,,stuðli að félagslegri einangrun og offitu.”

Fólk með þroskahömlun hefur sýnt og sannað annað víða um heim en stór hluti þess er með NPA á Norðurlöndunum og víðar. Hér á Íslandi hefur fatlað baráttufólk, m.a. fólk með þroskahömlun, barist fyrir NPA. Á þessum fræðslufundi NPA miðstöðvarinnar mun varaformaður stjórnar, Gísli Björnsson, segja frá reynslu sinni af því að vera með þroskahömlun og nota NPA og því að vera með talskonu sér til stuðnings við verkstjórnarvaldið. Jafnframt mun Helga Baldvins- og Bjargardóttir (BA í þroskaþjálfafræði og BA í lögfræði) og MA nemi í lögfræði fjalla um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks með sérstöku tilliti til sjálfstæðs lífs, sjálfsákvörðunar og réttarstöðu til jafns við aðra.

Dagskrá:

1.      ,,Hver ræður yfir Gísla? Hver er forstöðukonan?” – Gísli Björnsson og Auður Finnbogadóttir

2.      Kaffi

3.      Mannréttindi fatlaðs fólks: Mega allir taka sínar eigin ákvarðanir? – Helga Baldvins- og Bjargardóttir

4.      Samantekt og umræður

Fundarstýra: Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir

Vinsamlegast látið Freyju vita á freyja@npa.is ef þið þurfið aðstoð táknmáls- eða rittúlka.

Við hvetjum alla til að mæta, bæði eigendur NPA miðstöðvarinnar og aðra áhugasama! 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls