Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
6. nóvember 2006 11:07

Ferðastyrkur fyrir tvo fylgdarmenn

Reglugerð um ferðastyrki fyrir foreldra barna sem þurfa að ferðast til útlanda vegna læknismeðferðar hefur verið breytt.  Í reglugerðarbreytingunni felst að ætíð verður greitt fyrir tvo fylgdarmenn, og ekki einn eins og verið hefur í mörgum tilvikum, þegar barn er sent utan í sjúkdómsmeðferð.

Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, undirritaði nýju reglugerðina og kynnti fyrir fulltrúum Umhyggju og Sjónarhóls sl. föstudag. Á árinu 2005 var greiddur ferðastyrkur og uppihaldskostnaður fyrir 55 börn sem fengu meðferð á erlendum sjúkrahúsum í Bandaríkjunum og Svíþjóð. Greiddur var ferðastyrkur fyrir báða foreldra í 28 tilfellum, en með reglugerðarbreytingunni nú fá báðir foreldrar ferðastyrk og tvöfaldast þannig sá fjöldi foreldra sem nú nýtur styrkjanna. Réttarbótin sem í reglugerðinni felst gagnast m.a. foreldrum barna með missmíð á andliti eða eyrum, þeirra barna sem þurfa kuðungsígræðslu, og eru með skarð í vör og góm. Þá eru báðir foreldrar barna styrktir sem þurfa í flóknar rannsóknir, leisimeðferð, eru með æðamissmíð í útlimum eða eru merggjafar. Reglugerðin tekur þegar gildi.

 

Reglugerðarbreytingin er fagnaðarefni fyrir Umhyggju og foreldra langveikra barna en styrkir til beggja foreldra hefur verið baráttumál þeirra.

 

Sjá nánar reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 827/2002 um ferðastyrki Tryggingastofnunar ríkisins vegna brýnnar sjúkdómsmeðferðar erlendis á www.reglugerd.is

 

Heilbrigðisráðherra ásamt fulltrúum Sjónarhóls, Umhyggju og starfsmönnum heilbrigðisráðuneytisins við undirritun reglugerðar um ferðastyrki til fylgdarmanna.
 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
desember 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls