Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
4. maí 2007 08:34

INN fjárfestingar nýr bakhjarl Sjónarhóls

Fimmtudaginn 26. apríl s.l. var undirritaður samningur á milli Sjónarhóls og INN fjárfestinga um styrk að fjárhæð 3 milljónir króna á ári til næstu þriggja ára eða 9 milljónir alls.  Með undirritun samningsins bættust INN fjárfestingar í góðan hóp bakhjarla Sjónarhóls, en þeir eru: Félagmálaráðuneytið, Actavis hf, Landsbankinn, Össur hf., Pokasjóður, Hringurinn, Vífilfell hf og nú INN fjárfestingar.  Samtals hafa bakhjarlarnir undirritað fyrirheit að upphæð 92,4 milljónir króna eða 30,8 milljónir króna á ári til næstu þriggja ára.  Samningurinn við INN fjárfestingar gerir okkur kleift að ráða nýjan ráðgjafa til Sjónarhóls en mikil aukning hefur orðið á verkefnum undanfarna mánuði.

 

Til Sjónarhóls leita fjölskyldur með börn sín á ýmsum aldri og með margvísleg vandamál.  Þar getur verið um að ræða vandamál tengd skóla, skort á stuðningsúrræðum, félagsleg vandamál og margt fleira.  Þjónusta Sjónarhóls er fyrir allt landið og fara ráðgjafar og hitta fólk í þeirra heimabyggð sé þess óskað. Mikil áhersla er lögð á að hingað geti allir leitað, þjónustan er endurgjaldslaus og ekki er þörf á tilvísun eða greiningu. 

 

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
ágúst 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls