Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
1. júní 2007 09:46

Esjuganga og allir með!

 Nú drífum við fram gönguskóna og tökum þátt í Esjugöngu laugardaginn 2. júní. Endilega komið með alla fjölskylduna og gerum þetta að skemmtilegum fjölskyldudegi.  Þennan dag ætla 5 tindar að standa fyrir því að setja íslandsmet í Esjugöngu. Þeir verða á staðnum frá kl. 8:00 – 20:00 og skrá alla þá sem stíga fæti á Esjuna. Nóg er að mæta og taka nokkur skref til að vera skráður þátttakandi – þannig geta allir tekið þátt.  Þátttakendur munu fá send viðurkenningarskjöl.

Skoðið heimasíðu 5 tinda hér.

Þetta er gert til að vekja athygli á því að 8 – 11 júní næstkomandi  mun frækinn hópur sem kallar sig 5 tindar leggja hæsta fjall í hverjum landshluta á einni helgi að fótum sér og standa að landssöfnun til styrktar Sjónarhóli - ráðgjafarmiðstöð. Lagt verður af stað kl. 16:00 eftir vinnu á föstudegi og þarf hópurinn að vera mættur til starfa kl. 08:00 á mánudegi. Þetta þýðir að gengið verður á öllum tímum sólahringsins. Um er að ræða yfir 5400m hækkun og rúmlega 37km göngu. Uppátækið verður því að teljast krefjandi verkefni fyrir hóp sem er óvanur fjallgöngu.

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
júní 2020
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls