Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
20. ágúst 2007 11:39

Frístundaklúbbar fyrir börn og unglinga

Umsóknir fyrir skólaárið 2007-2008

 

Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur (ÍTR)  mun í haust hefja starfsemi þriggja frístundaklúbba í borginni fyrir börn og unglinga með fötlun á aldrinum 10-16 ára.  

Klúbbarnir verða staðsettir á þremur stöðum í Reykjavík og verða opnir frá skólalokum til kl. 17.15 alla virka daga. Meginmarkmið með starfinu er að bjóða upp á fjölbreytt og spennandi frístundatilboð þar sem uppeldisgildi frítímans eru höfð að leiðarljósi. Stefnt er að því að tengja þetta starf þeim tilboðum sem nú þegar standa þessum aldurshópi til boða í hverfunum. Sótt er um fyrir börn í frístundaklúbb eftir staðsetningu þess skóla sem þau sækja:

Frístundaklúbburinn í Grafarvogi þjónustar börn og unglinga í Grafarvogi; upplýsingar veitir: Frístundamiðstöðin Gufunesbær sími 520-2300.

Frístundaklúbburinn í Breiðholti þjónustar börn og unglinga í Grafarholti, Árbæ, Norðlingaholti og Breiðholti; upplýsingar veitir:  Frístundamiðstöðin Miðberg sími 411-5750.

Frístundaklúbburinn í Langholtshverfi þjónustar börn og unglinga vestan Elliðaár; upplýsingar veitir: Frístundamiðstöðin Tónabær sími 411- 5400.

Sótt er um dvöl í frístundaklúbbi vegna skólaársins 2007-2008 á rafrænu formi á vefslóðinni www.reykjavik.is  Hægt verður að sækja um frá og með 20. ágúst næstkomandi.

 

Athugið að ef foreldrar geta ekki nýtt sér rafræna innritun geta þeir farið á  frístundamiðstöðvar ÍTR (helst fyrir hádegi) og á þjónustumiðstöðvar hverfanna og fengið aðstoð með skráningu. Ekki er hægt að skrá börn á frístundaklúbb í gegnum síma. Þjónustumiðstöðvar, frístundamiðstöðvar og Símaver Reykjavíkurborgar (s: 411-1111) geta þó leiðbeint símleiðis ef forráðamenn eru við nettengda tölvu.

 

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
júní 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls