Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
8. október 2007 13:28

Styrkur frá starfsmönnum Vífilfells

Reykjavíkurmaraþon Glitnis var haldið þann 18. ágúst síðastliðinn en þátttakendum í því bauðst að hlaupa til styrktar líknar- eða góðgerðarfélögum. Annars vegar hét Glitnir á starfsmenn sína og viðskiptavini en einnig gátu hlaupararnir safnað áheitum annars staðar frá.


Við þetta tilefni ákvað Vífilfell hf. að heita 1.000 krónum á starfsmenn sína aukalega fyrir hvern kílómetra sem þeir hlupu og fengu starfsmennirnir sjálfir að ráða til hvaða málefnis ágóðinn rynni. Starfsmenn Vífilfells létu ekki sitt eftir liggja heldur söfnuðu áheitum víðar og hlupu til styrktar Sjónarhóli.

 

Árni Stefánsson, forstjóri Vífilfells, ásamt nokkrum hlaupagarpanna afhenti Jarþrúði Þórhallsdóttur, Guðbjörgu Andrésdóttur og Ingu Birnu Sigfúsdóttur, starfsmönnum Sjónarhóls, ávísun upp á 216.000 kr. þann 2. október síðastliðinn. Við hjá Sjónarhóli erum mjög þakklát fyrir framtak Vífilfells og hlauparanna og þess má geta að Vífilfell er einn af bakhjörlum Sjónarhóls.

 

 

 

 

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
október 2019
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls