Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 
8. desember 2008 13:51

Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar

Fimmtudaginn 29. janúar 2009 kl. 16.00 – 17.30 heldur Arne Lykke Larsen fyrirlestur um Sjálfstætt líf með aðstoð tækninnar á Háskólatorgi í Háskóla Íslands.

Í fyrirlestrinum fjallar Arne Lykke um notendastýrða þjónustu í Danmörku og hvernig hún gerir fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Hann talar einnig um gildi tækninnar varðandi lífsgæði fatlaðs fólks og möguleika á samfélagsþátttöku, en Arne Lykke notar tölvu til tjáskipta, sondu til að nærast og öndunarvél .

 

Arne Lykke er dósent í kenningalegri eðlisfræði við University of Southern Denmark í Óðinsvéum, hann var greindur með ALS/MND í nóvember 2000 og hefur notað öndunarvél frá janúar 2006. Hann er mikið hreyfihamlaður og tjáir sig með aðstoð tölvu. Arne Lykke talar út frá eigin reynslu og flytur fyrirlesturinn með aðstoð tjáskiptatækja.

 

Allt áhugafólk um ofangreind málefni er hvatt til að mæta. Góður tími gefst til umræðna og fyrirspurna. Að fyrirlestrinum standa Rannsóknasetur í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands og Öryrkjabandalag Íslands.

 

Þeir sem þurfa á táknmálstúlk vinsamlegast tilkynnið það til Hrefnu K. Óskarsdóttur hko@hi.is  ekki síðar en 26. janúar 2009.  

 

Senda á Facebook
Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
júní 2020
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls