Sími: 535 1900 | sjonarholl@sjonarholl.net
 

Hæ krakkar,

 

Þetta er ég, Engilráð andarungi.  Ég á heima á Sjónarhóli, það er sko góður staður.  Ég sé þaðan til allra átta, fjöll og dali, - kannski sé ég þig!

 

Ég heiti Engilráð af því að ég er alltaf að reyna að gefa svo góð ráð, sumir halda kannski að ég heiti það af því ég sé algjör engill – hvað heldur þú?

 

Þú getur hlustað á lagið mitt eða prentað út mynd af mér til að lita.  Mér finnst mjög gaman að lita, stundum lita ég með honum Ástríki vini mínum.  Hann getur verið svo fyndinn að ég  er stundum alveg að springa úr hlátri.  Já -  það er margt svo ótrúlega fyndið.

 

Ég er stundum svolítið óheppin og um daginn meiddi ég mig í vængnum og þurfti að fara upp á spítala.  Ég var pínulítið hrædd til að byrja með, svo grét ég líka dálítið – eða eiginlega mjög mikið – svo lagaðist það.  Ég fékk flottan fatla -  ég er með hann á myndunum – dálítið smart.  Mér þætti afskaplega gaman af því ef þú gætir teiknað mynd af mér og þér, já okkur saman og sent mér.  Heimilisfangið mitt er

 

Engilráð

Sjónarhóll

Háaleitisbraut 13

108 Reykjavík

 

 

Upptaka af málþingi
Kynningarefni Sjónarhóls
Þjónustukönnun 2012

 

Hvað er á dagskrá
Fyrri mánuður
ágúst 2020
Næsti mánuður
S
M
Þ
M
F
F
L
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
21
22
23
24
25
26
27
28
29
30
31
1
2
3
4
5
Um starfsemina
Sjónarhóll
Háaleitisbraut 11-13
108 Reykjavík
Sími 535 1900
Bakhjarlar Sjónarhóls